Hitinn tók á íslenska liðið í Katar Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. október 2018 12:30 Jón Sigurður með lipra takta á hestinum í Doha. MYND/Fimleikasamband Íslands Fulltrúar Íslands í karlaflokki kepptu á HM í hópfimleikum í Doha, í gær en komust ekki í úrslitin sjálf og hafa því lokið keppni.Fulltrúar Íslands í kvennaflokki hefja keppni á laugardaginn. Íslenska liðið er búið að dvelja í Doha undanfarna daga og æfa við frábærar aðstæður til að venjast hitanum í Katar en það virðist sem dagsformið hafi skipt máli og þetta hafi ekki verið dagur íslenska liðsins. Valgarð Reinhardsson var að keppa öðru sinni á HM og kom fullur sjálfstrausts eftir að hafa komist í úrslitin á EM fyrr á árinu en honum tókst ekki að fylgja því eftir. „Þetta er afar svekkjandi, það fór því miður of margt úrskeiðis í dag. Ég réði því miður ekki við hitann sem var hérna og var ekki nægilega tilbúinn.“ Eyþór Örn Baldursson tók í sama streng og fann fyrir svekkelsi þegar ljóst var að hann kæmist ekki í úrslit. Mistök urðu honum að falli þótt að hann hafi fengið frábæra einkunn fyrir stökk. „Þetta byrjaði vel, við komum spenntir inn í þetta en þá fór eitthvað úrskeiðis. Það er svekkjandi en svona er þessi íþrótt og við þurfum bara að einblína á næsta mót.“ Jón Sigurður Gunnarsson náði ekki að beita sér á fullu vegna bakmeiðsla sem hafa truflað undirbúninginn og keppti hann aðeins í þremur greinum af sex í gær. „Ég náði að klára þær greinar sem ég tók þátt í og það gekk bara vel. Þetta var skemmtileg upplifun og gefur manni aukna orku til að bæta sig og gera betur í framtíðinni.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Fulltrúar Íslands í karlaflokki kepptu á HM í hópfimleikum í Doha, í gær en komust ekki í úrslitin sjálf og hafa því lokið keppni.Fulltrúar Íslands í kvennaflokki hefja keppni á laugardaginn. Íslenska liðið er búið að dvelja í Doha undanfarna daga og æfa við frábærar aðstæður til að venjast hitanum í Katar en það virðist sem dagsformið hafi skipt máli og þetta hafi ekki verið dagur íslenska liðsins. Valgarð Reinhardsson var að keppa öðru sinni á HM og kom fullur sjálfstrausts eftir að hafa komist í úrslitin á EM fyrr á árinu en honum tókst ekki að fylgja því eftir. „Þetta er afar svekkjandi, það fór því miður of margt úrskeiðis í dag. Ég réði því miður ekki við hitann sem var hérna og var ekki nægilega tilbúinn.“ Eyþór Örn Baldursson tók í sama streng og fann fyrir svekkelsi þegar ljóst var að hann kæmist ekki í úrslit. Mistök urðu honum að falli þótt að hann hafi fengið frábæra einkunn fyrir stökk. „Þetta byrjaði vel, við komum spenntir inn í þetta en þá fór eitthvað úrskeiðis. Það er svekkjandi en svona er þessi íþrótt og við þurfum bara að einblína á næsta mót.“ Jón Sigurður Gunnarsson náði ekki að beita sér á fullu vegna bakmeiðsla sem hafa truflað undirbúninginn og keppti hann aðeins í þremur greinum af sex í gær. „Ég náði að klára þær greinar sem ég tók þátt í og það gekk bara vel. Þetta var skemmtileg upplifun og gefur manni aukna orku til að bæta sig og gera betur í framtíðinni.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira