„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2018 17:00 Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi. Íslenska krónan Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi.
Íslenska krónan Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira