„Fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig hjálpa til" Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:51 Frá mótinu í dag Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun." Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun."
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira