Sigurbjörn Árni: Guðbjörg er á heimsmælikvarða 18. október 2018 09:15 Guðbjörg á framtíðina fyrir sér. mynd/skjáskot „Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50
Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00
Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00
Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00