Ed Sheeran með aukatónleika í Laugardalnum Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 1. október 2018 09:02 Ed Sheeran á tónleikum í íslenskum landsliðsbúningi. Getty/Dave Benett Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með aukatónleika á Laugardalsvelli þann 11. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Sena í tilkynningu. Aukatónleikarnir verða því daginn eftir fyrri tónleikana sem seldist upp á á einungis um tveimur og hálfum tímum. Á þeim tíma seldust tæplega þrjátíu þúsund miðar á tónleika Bretans sem fara fram 10. ágúst. Þegar uppselt var á þá tónleika þurfti Sena Live að vísa frá um 18 þúsund manns úr stafrænni röð og því var sterkur grundvöllur fyrir aukatónleikum. Miðasalan á aukatónleikana hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og fer hún aftur fram inni á vefsíðunni Tix.is/ED. Í boði eru fjögur verðsvæði: - Standandi: 15.990 kr. (stæði) - Sitjandi C: 19.990 kr. (græn hólf á mynd) - Sitjandi B: 24.990 kr. (blá hólf á mynd) - Sitjandi A: 29.990 kr. (rauð hólf á mynd) Sjá mynd af svæðinu hér að neðan:Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims og þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann kom fram á tónleikaferðalagi í Evrópu fyrr á þessu ári og ferðast hann nú um Bandaríkin. Ed Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Bretlandi. Hann vakti fyrst athygli árið 2011 þegar hann gaf út plötuna No. 5 og eftir það þá fór ferillinn hans á flug. Sheeran hefur selt yfir 26 milljónir platna en tónleikar hans eru í raun það sem hann er hvað þekktastur fyrir. Fyrr í sumar gaf hann út myndband af tónleikum sínum á Wembley í London þar sem myndaðist mögnuð stemning. Hér að neðan má sjá myndbandið en í því stígur hann á stokk með Ítalanum Andrea Bocelli. Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með aukatónleika á Laugardalsvelli þann 11. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Sena í tilkynningu. Aukatónleikarnir verða því daginn eftir fyrri tónleikana sem seldist upp á á einungis um tveimur og hálfum tímum. Á þeim tíma seldust tæplega þrjátíu þúsund miðar á tónleika Bretans sem fara fram 10. ágúst. Þegar uppselt var á þá tónleika þurfti Sena Live að vísa frá um 18 þúsund manns úr stafrænni röð og því var sterkur grundvöllur fyrir aukatónleikum. Miðasalan á aukatónleikana hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og fer hún aftur fram inni á vefsíðunni Tix.is/ED. Í boði eru fjögur verðsvæði: - Standandi: 15.990 kr. (stæði) - Sitjandi C: 19.990 kr. (græn hólf á mynd) - Sitjandi B: 24.990 kr. (blá hólf á mynd) - Sitjandi A: 29.990 kr. (rauð hólf á mynd) Sjá mynd af svæðinu hér að neðan:Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims og þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann kom fram á tónleikaferðalagi í Evrópu fyrr á þessu ári og ferðast hann nú um Bandaríkin. Ed Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Bretlandi. Hann vakti fyrst athygli árið 2011 þegar hann gaf út plötuna No. 5 og eftir það þá fór ferillinn hans á flug. Sheeran hefur selt yfir 26 milljónir platna en tónleikar hans eru í raun það sem hann er hvað þekktastur fyrir. Fyrr í sumar gaf hann út myndband af tónleikum sínum á Wembley í London þar sem myndaðist mögnuð stemning. Hér að neðan má sjá myndbandið en í því stígur hann á stokk með Ítalanum Andrea Bocelli.
Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira