Mannréttindaráð SÞ: Hvatt til að ásökunum um þjóðarmorð verði vísað til dómstóla Heimsljós kynnir 30. september 2018 00:01 Frá fyrsta fundi Íslands í mannréttindaráðinu. 39. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf lauk í vikunni sem leið. Ísland tók þátt sem aðildarríki ráðsins í fyrsta skipti eftir að hafa verið kosið í ráðið í sérstökum aukakosningum í New York í sumar. Mannréttindaráðið afgreiddi 23 ályktanir síðustu tvo dagana. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Mjanmar. Í henni er kveðið á um áframhaldandi starf rannsóknarnefndar á vegum ráðsins og hvatt til að ásökunum um þjóðarmorð á Róhingjum verði vísað til dómstóla. Ráðið samþykkti einnig nýja ályktun um Venesúela, en yfir tvær milljónir hafa flúið ástandið þar undanfarna mánuði. Þá ályktaði ráðið meðal annars um stöðu mála í Jemen, þar sem þúsundir hafa látist vegna stríðsátaka og hungursneyð vofir yfir. Jafnframt voru samþykktar ályktanir um þverlæg málefni líkt og réttinn til vatns, öryggi blaðamanna og jafnan rétt til þátttöku í pólitísku lífi. „Það sýnir ákveðinn styrk ráðsins að geta tekist á við ólík og erfið mál með viðeigandi aðgerðum, líkt og í þessum ríkjum. Ályktanirnar undirstrika jafnframt að við sem alþjóðasamfélag getum ekki látið brot á mannréttindum viðgangast og þeir sem fremji slík brot verði dregnir til ábyrgðar. Við fundum það einnig í þessari lotu að horft er til Íslands, sérstaklega í jafnréttismálum. Í því felst viðurkenning en jafnframt ábyrgð og ánægjulegt að geta axlað hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fulltrúar Íslands fluttu alls fjórtán ávörp í umræðum í mannréttindaráðinu í þessari fundarlotu. Þar fyrir utan átti Ísland aðild að fjórum norrænum ræðum, fimm ræðum sem fluttar voru í nafni NB8-ríkjahópsins (Norðurlanda og Eystrasaltsríkja) og auk þess einni sem fjallahópurinn svokallaði (Kanada, Ástralía, Ísland, Liechtenstein, Nýja-Sjáland, Noregur og Sviss) flutti sameiginlega. Allar ræður Íslands eru aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins. Mannréttindaráðið birtir yfirlit um niðurstöðu atkvæðagreiðslna á vefsíðu sinni. Næst á dagskrá mannréttindaráðsins er sérstök umræða um styrkingu ráðsins og svo jafningarýni þess (UPR) þar sem fjallað verður um fjölda ríkja. Sem fyrr tekur Ísland virkan þátt í jafningarýninni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent
39. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf lauk í vikunni sem leið. Ísland tók þátt sem aðildarríki ráðsins í fyrsta skipti eftir að hafa verið kosið í ráðið í sérstökum aukakosningum í New York í sumar. Mannréttindaráðið afgreiddi 23 ályktanir síðustu tvo dagana. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Mjanmar. Í henni er kveðið á um áframhaldandi starf rannsóknarnefndar á vegum ráðsins og hvatt til að ásökunum um þjóðarmorð á Róhingjum verði vísað til dómstóla. Ráðið samþykkti einnig nýja ályktun um Venesúela, en yfir tvær milljónir hafa flúið ástandið þar undanfarna mánuði. Þá ályktaði ráðið meðal annars um stöðu mála í Jemen, þar sem þúsundir hafa látist vegna stríðsátaka og hungursneyð vofir yfir. Jafnframt voru samþykktar ályktanir um þverlæg málefni líkt og réttinn til vatns, öryggi blaðamanna og jafnan rétt til þátttöku í pólitísku lífi. „Það sýnir ákveðinn styrk ráðsins að geta tekist á við ólík og erfið mál með viðeigandi aðgerðum, líkt og í þessum ríkjum. Ályktanirnar undirstrika jafnframt að við sem alþjóðasamfélag getum ekki látið brot á mannréttindum viðgangast og þeir sem fremji slík brot verði dregnir til ábyrgðar. Við fundum það einnig í þessari lotu að horft er til Íslands, sérstaklega í jafnréttismálum. Í því felst viðurkenning en jafnframt ábyrgð og ánægjulegt að geta axlað hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fulltrúar Íslands fluttu alls fjórtán ávörp í umræðum í mannréttindaráðinu í þessari fundarlotu. Þar fyrir utan átti Ísland aðild að fjórum norrænum ræðum, fimm ræðum sem fluttar voru í nafni NB8-ríkjahópsins (Norðurlanda og Eystrasaltsríkja) og auk þess einni sem fjallahópurinn svokallaði (Kanada, Ástralía, Ísland, Liechtenstein, Nýja-Sjáland, Noregur og Sviss) flutti sameiginlega. Allar ræður Íslands eru aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins. Mannréttindaráðið birtir yfirlit um niðurstöðu atkvæðagreiðslna á vefsíðu sinni. Næst á dagskrá mannréttindaráðsins er sérstök umræða um styrkingu ráðsins og svo jafningarýni þess (UPR) þar sem fjallað verður um fjölda ríkja. Sem fyrr tekur Ísland virkan þátt í jafningarýninni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent