Ívar: Kannski óraunhæft að spá heimaleikjarétti en ætlum í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2018 15:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Bára Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05. Dominos-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05.
Dominos-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum