„Ef ég hætti þessu rugli þá mun ég veslast upp og verða gamall“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2018 11:30 Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal eru gestir vikunnar í Einkalífinu. Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi. Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Ætla að kjósa um þátttökurétt Ísraela í Eurovision Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi.
Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Ætla að kjósa um þátttökurétt Ísraela í Eurovision Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45