Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 21:01 Cristiano Ronaldo hefur neitað ásökununum. Vísir/Getty Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur „miklar áhyggjur“ af þeim „truflandi ásökunum“ sem hafa verið bornar á portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. Hann hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. Þetta kemur fram í svari Nike við fyrirspurn AP fréttastofunnar. Nike kveðst fylgjast grannt með framvindu mála. Mayorga hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og farið fram á skaðabætur. Segir hún að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að ræða ekki um atburði kvöldsins sé ógilt. Lögregla í Las Vegas staðfesti á þriðjudag að rannsókn á málinu hafi verið tekin upp að nýju.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“Hinn 33 ára Ronaldo, sem hefur verið á mála hjá Nike frá árinu 2003 og verið áberandi í auglýsingaherferðum fyrirtækisins, hefur hafnað ásökunum Mayorga. Samningur Ronaldo og Nike ku vera í kringum eins milljarðs Bandaríkjadala virði. Félagslið hans, Juventus frá Torínó á Ítalíu, lýsti fyrr í dag yfir stuðningi við leikmanninn. Segir félagið að Ronaldo hafi á síðustu mánuðum sýnt fram á mikla fagmennsku og að hann sé mikils metinn hjá félaginu..@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Ennfremur segir að meintir atburðir, sem eiga að hafa gerst fyrir tíu árum síðan, breyti ekki þeirri skoðun. Allir þeir sem hafi komist í kynni við „þennan mikla meistara“ séu á sama máli. Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madríd í sumar.The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fyrr í dag var greint frá því að Ronaldo hafi ekki verið valinn í landsliðshóp Portúgals vegna komandi leikja gegn Póllandi og Skotlandi. MeToo Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur „miklar áhyggjur“ af þeim „truflandi ásökunum“ sem hafa verið bornar á portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. Hann hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. Þetta kemur fram í svari Nike við fyrirspurn AP fréttastofunnar. Nike kveðst fylgjast grannt með framvindu mála. Mayorga hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og farið fram á skaðabætur. Segir hún að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að ræða ekki um atburði kvöldsins sé ógilt. Lögregla í Las Vegas staðfesti á þriðjudag að rannsókn á málinu hafi verið tekin upp að nýju.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“Hinn 33 ára Ronaldo, sem hefur verið á mála hjá Nike frá árinu 2003 og verið áberandi í auglýsingaherferðum fyrirtækisins, hefur hafnað ásökunum Mayorga. Samningur Ronaldo og Nike ku vera í kringum eins milljarðs Bandaríkjadala virði. Félagslið hans, Juventus frá Torínó á Ítalíu, lýsti fyrr í dag yfir stuðningi við leikmanninn. Segir félagið að Ronaldo hafi á síðustu mánuðum sýnt fram á mikla fagmennsku og að hann sé mikils metinn hjá félaginu..@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Ennfremur segir að meintir atburðir, sem eiga að hafa gerst fyrir tíu árum síðan, breyti ekki þeirri skoðun. Allir þeir sem hafi komist í kynni við „þennan mikla meistara“ séu á sama máli. Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madríd í sumar.The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fyrr í dag var greint frá því að Ronaldo hafi ekki verið valinn í landsliðshóp Portúgals vegna komandi leikja gegn Póllandi og Skotlandi.
MeToo Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54
Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37