Flunkuný Nintendo Switch á leiðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 08:00 Mario Odyssey er einn vinsælasti leikurinn á Switch. Nordicphotos/Getty Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf