Fjárfestar áhugasamir um kísilverksmiðjuna í Helguvík Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2018 08:00 Starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík hefur legið niðri síðan í september á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
„Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent