Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2018 19:05 Hér má sjá skjáskot úr efni öryggismyndavéla þar sem Crossley sést ýta Malpas út á lestarteinana. Vísir/AP Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. BBC greinir frá. Árásin átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn, en í upptökum öryggismyndavéla á Marble Arch lestarstöðinni má sjá Crossley ýta hinum rúmlega níræða Malpas út á lestarteina stöðvarinnar. Þá kom til sögunnar vitni að atburðinum, maður að nafni Riyad El Hussani, sem stökk út á teinana og koma Malpas aftur upp á brautarpallinn, réttri mínútu áður en næsta lest þaut á ógnarhraða yfir teinana sem Malpas lenti á. Þá var Crossley einnig fundinn sekur um aðra morðtilraun fyrr sama dag, þar sem hann reyndi að ýta öðrum manni, Tobias French, fyrir lest sem nálgaðist brautarpallinn. French tókst þó að halda jafnvægi sínu og lenti því ekki á lestarteinunum. Þegar réttað var yfir Crossley sagði hann fórnarlömb sín hafa verið valin af handahófi, auk þess sem hann hafi ekki ætlað að valda dauða mannanna. Þá sagðist hann aðeins hafa viljað hræða French, sem hann sagði hafa gefið sér „undarlegt augnaráð.“ Old Bailey dómstóllinn fann Crossley hins vegar sekan um tvær morðtilraunir og verður refsing hans kveðin upp þann 9. nóvember, að undangengnu mati á geðrænu ástandi hans. Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. BBC greinir frá. Árásin átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn, en í upptökum öryggismyndavéla á Marble Arch lestarstöðinni má sjá Crossley ýta hinum rúmlega níræða Malpas út á lestarteina stöðvarinnar. Þá kom til sögunnar vitni að atburðinum, maður að nafni Riyad El Hussani, sem stökk út á teinana og koma Malpas aftur upp á brautarpallinn, réttri mínútu áður en næsta lest þaut á ógnarhraða yfir teinana sem Malpas lenti á. Þá var Crossley einnig fundinn sekur um aðra morðtilraun fyrr sama dag, þar sem hann reyndi að ýta öðrum manni, Tobias French, fyrir lest sem nálgaðist brautarpallinn. French tókst þó að halda jafnvægi sínu og lenti því ekki á lestarteinunum. Þegar réttað var yfir Crossley sagði hann fórnarlömb sín hafa verið valin af handahófi, auk þess sem hann hafi ekki ætlað að valda dauða mannanna. Þá sagðist hann aðeins hafa viljað hræða French, sem hann sagði hafa gefið sér „undarlegt augnaráð.“ Old Bailey dómstóllinn fann Crossley hins vegar sekan um tvær morðtilraunir og verður refsing hans kveðin upp þann 9. nóvember, að undangengnu mati á geðrænu ástandi hans.
Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira