Tæplega þrjátíu þúsund miðar fara í sölu á Ed Sheeran Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 09:45 Sheeran stígur á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. ágúst 2019. „Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.- Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
„Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.-
Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02