Landið að rísa aftur á Skaganum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. september 2018 10:00 Undanfarin tíu ár hafa verið rússíbanareið á milli efstu og næstefstu deildar hjá stórveldinu ÍA. Fréttablaðið/stefán Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira