Fugl á lokaholunni hélt Woods í forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. september 2018 22:19 Tiger Woods brosmildur á hringnum í dag vísir/getty Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira