Líkti tapinu á móti Sviss við stórtap Brasilíumanna á HM 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 10:49 David Luiz liggur í grasinu eftir 7-1 tap á móti Þýskalandi í undanúrslitum á HM 2014. Vísir/Getty Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén. HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén.
HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira