Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2018 14:03 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra. Vísir/EPA Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30