Eigendur Pablo Discobar taka við rekstri Jamie's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 06:30 Jamie's Italian var opnaður í júlímánuði í fyrra. Vísir/Anton Brink Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Sjá meira
Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Sjá meira