Höfum þroskast heilmikið sem lið á undanförnum árum Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 06:00 Sigursælir Garðbæingar á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar bikarmeistaratitillinn var í höfn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð Fótbolti Allt er þegar þrennt er má segja um fyrsta bikarmeistaratitil Stjörnunnar í knattspyrnu í karlaflokki sem vannst um helgina. Var þetta í þriðja sinn sem Stjarnan lék til úrslita og í annað sinn sem það réðst á vítaspyrnukeppni en í þetta skiptið voru það Garðbæingar sem fóru fagnandi heim. Þeir hafa hins vegar ekki langan tíma til að fagna, þeir eru í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn þegar þrjár umferðir eru eftir og lifir því draumurinn um að vinna tvöfalt góðu lífi í Garðabæ. „Við fengum aðeins leyfi til að fagna þessu í gær, fórum með stuðningsmönnunum í félagsheimilið og þar var smá húllumhæ en menn voru ekkert að missa sig. Það eru þrír leikir eftir af mótinu og við settum fagnaðarlætin á ís í smá stund,“ sagði Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, léttur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. Blikar reyndu að koma Stjörnunni á óvart með því að breyta um leikkerfi og voru liðin varfærin í fyrri hálfleik. Gáfu fá færi á sér. Eftir því sem leið á leikinn færðist meiri hasar í leikinn en allar tilraunir sem rötuðu á markið voru stöðvaðar af góðum markvörðum liðanna, Haraldi Björnssyni og Gunnleifi Gunnleifssyni. Garðbæingar voru líklegri og fengu betri færi er Blikar þreyttust og lentu í meiðslum. Í markinu hélt Gunnleifur sínum mönnum inni í leiknum með ótrúlegri markvörslu og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Haraldur Björnsson hetja Garðbæinga. Varði hann frá Arnóri Gauta Ragnarssyni stuttu eftir að Oliver Sigurjónsson skaut yfir markið. Var það því undir Eyjólfi Héðinssyni komið að koma titlinum til Garðbæinga og stóðst hann það próf með prýði. Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Jóhanns með Stjörnunni. „Við höfum oft verið nálægt þessu, töpum tvisvar í úrslitaleiknum og svo í undanúrslitunum í fyrra. Menn hafa oft verið súrir eftir að hafa dottið úr leik í bikarnum og við ætluðum okkur ekki að upplifa þá tilfinningu aftur.“Búnir að þroskast Þetta var í þriðja sinn sem Stjarnan hafði betur gegn Breiðabliki á árinu. „Það var kannski ekki mikið flæði í sóknarleik liðanna enda í þriðja sinn sem liðin mætast og það er erfitt að brydda upp á einhverju nýju. Þetta fer svo í vítaspyrnukeppni sem er yfirleitt 50/50 en liðið eins og við erum með það í dag hefur þroskast á svo mörgum sviðum. Við erum með mun meira sjálfstraust í dag til að ná úrslitum. Til þess að vinna titla þarftu markmann sem getur unnið leiki fyrir þig líkt og Haraldur gerði.“ Þetta er annar stóri titill Stjörnunnar í karlaflokki og fékk Jóhann að upplifa hann með uppeldisfélaginu, æskuvinum sínum og bróður. „Það var æðislegt að taka þátt í öllu þessu með öllu fólkinu hjá félaginu. Það er heiður fyrir okkur bræðurna að hafa fengið að vera þarna allan þennan tíma og vinna þessa bikara,“ sagði Jóhann. Hann þurfti að fylgjast með af hliðarlínunni meiddur þegar Stjarnan vann Íslandsmeistaratitilinn 2014 en var feginn að fá að taka þátt í þessu. „Það var mjög sérstakur tími, árið 2014 gladdist ég meira yfir því að þetta væri félagið mitt. Maður hefði fundið meira fyrir því sem leikmaður og ég finn það núna hversu sérstök tilfinning það er að hafa unnið bikarinn sem leikmaður.“ Nú hefur Stjarnan unnið báða stærstu bikarana sem eru í boði í karlaflokki og Jóhann vonar að það gefi fordæmi fyrir komandi kynslóðir í Garðabænum. „Þetta byrjar þegar Bjarni [Jóhannsson] tekur við, hann leggur grunninn að þessu öllu saman. Stjarnan hefur verið að taka eitt skref í einu fram á við en það tekur tíma að byggja upp sigurhefð hjá félögum. Þetta gerist ekki á einni nóttu og þetta er margra ára barátta sem margir eiga þátt í. Sem dæmi kemur Baldur inn í þetta fyrir þremur árum, gríðarlega reynslumikill og kemur með heilmargt inn í félagið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Fótbolti Allt er þegar þrennt er má segja um fyrsta bikarmeistaratitil Stjörnunnar í knattspyrnu í karlaflokki sem vannst um helgina. Var þetta í þriðja sinn sem Stjarnan lék til úrslita og í annað sinn sem það réðst á vítaspyrnukeppni en í þetta skiptið voru það Garðbæingar sem fóru fagnandi heim. Þeir hafa hins vegar ekki langan tíma til að fagna, þeir eru í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn þegar þrjár umferðir eru eftir og lifir því draumurinn um að vinna tvöfalt góðu lífi í Garðabæ. „Við fengum aðeins leyfi til að fagna þessu í gær, fórum með stuðningsmönnunum í félagsheimilið og þar var smá húllumhæ en menn voru ekkert að missa sig. Það eru þrír leikir eftir af mótinu og við settum fagnaðarlætin á ís í smá stund,“ sagði Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, léttur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. Blikar reyndu að koma Stjörnunni á óvart með því að breyta um leikkerfi og voru liðin varfærin í fyrri hálfleik. Gáfu fá færi á sér. Eftir því sem leið á leikinn færðist meiri hasar í leikinn en allar tilraunir sem rötuðu á markið voru stöðvaðar af góðum markvörðum liðanna, Haraldi Björnssyni og Gunnleifi Gunnleifssyni. Garðbæingar voru líklegri og fengu betri færi er Blikar þreyttust og lentu í meiðslum. Í markinu hélt Gunnleifur sínum mönnum inni í leiknum með ótrúlegri markvörslu og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Haraldur Björnsson hetja Garðbæinga. Varði hann frá Arnóri Gauta Ragnarssyni stuttu eftir að Oliver Sigurjónsson skaut yfir markið. Var það því undir Eyjólfi Héðinssyni komið að koma titlinum til Garðbæinga og stóðst hann það próf með prýði. Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Jóhanns með Stjörnunni. „Við höfum oft verið nálægt þessu, töpum tvisvar í úrslitaleiknum og svo í undanúrslitunum í fyrra. Menn hafa oft verið súrir eftir að hafa dottið úr leik í bikarnum og við ætluðum okkur ekki að upplifa þá tilfinningu aftur.“Búnir að þroskast Þetta var í þriðja sinn sem Stjarnan hafði betur gegn Breiðabliki á árinu. „Það var kannski ekki mikið flæði í sóknarleik liðanna enda í þriðja sinn sem liðin mætast og það er erfitt að brydda upp á einhverju nýju. Þetta fer svo í vítaspyrnukeppni sem er yfirleitt 50/50 en liðið eins og við erum með það í dag hefur þroskast á svo mörgum sviðum. Við erum með mun meira sjálfstraust í dag til að ná úrslitum. Til þess að vinna titla þarftu markmann sem getur unnið leiki fyrir þig líkt og Haraldur gerði.“ Þetta er annar stóri titill Stjörnunnar í karlaflokki og fékk Jóhann að upplifa hann með uppeldisfélaginu, æskuvinum sínum og bróður. „Það var æðislegt að taka þátt í öllu þessu með öllu fólkinu hjá félaginu. Það er heiður fyrir okkur bræðurna að hafa fengið að vera þarna allan þennan tíma og vinna þessa bikara,“ sagði Jóhann. Hann þurfti að fylgjast með af hliðarlínunni meiddur þegar Stjarnan vann Íslandsmeistaratitilinn 2014 en var feginn að fá að taka þátt í þessu. „Það var mjög sérstakur tími, árið 2014 gladdist ég meira yfir því að þetta væri félagið mitt. Maður hefði fundið meira fyrir því sem leikmaður og ég finn það núna hversu sérstök tilfinning það er að hafa unnið bikarinn sem leikmaður.“ Nú hefur Stjarnan unnið báða stærstu bikarana sem eru í boði í karlaflokki og Jóhann vonar að það gefi fordæmi fyrir komandi kynslóðir í Garðabænum. „Þetta byrjar þegar Bjarni [Jóhannsson] tekur við, hann leggur grunninn að þessu öllu saman. Stjarnan hefur verið að taka eitt skref í einu fram á við en það tekur tíma að byggja upp sigurhefð hjá félögum. Þetta gerist ekki á einni nóttu og þetta er margra ára barátta sem margir eiga þátt í. Sem dæmi kemur Baldur inn í þetta fyrir þremur árum, gríðarlega reynslumikill og kemur með heilmargt inn í félagið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira