Gríðarleg fækkun Íslendinga á Kjammanum í Lundi Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2018 20:30 Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira