Einkunnir íslenska liðsins: Sif maður leiksins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2018 17:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttunni í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00