Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. september 2018 17:27 Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig tvö mörk í dag VÍSIR/ERNIR Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira