Frá „góðmennskunni holdgerðri“ til hryðjuverkamanns Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 10:23 Jalaluddin Haqqani. Vísir/AP Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira