Aurus Senat eins og forsetabíll Pútíns en bara aðeins minni útgáfa hans Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2018 10:00 Hinn rússneski Aurus Senat er hlaðinn munaði og ekki skortir hann heldur afl. Ekki er langt síðan að Vladímír Pútín forseti Rússlands fékk nýja forsetabílinn, en nú gefst almenningi kostur á að eignast örlítið minni útfærslu hans frá sama framleiðanda. Þessi bíll, Aurus Senat, er nú sýndur á bílasýningu.Ekki skortir afl né munað Það er sko engin aumingjavél undir húddinu á Aurus Senat, eða 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skila 598 hestöflum og tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél var þróuð með hjálp Porsche. Bíllinn er að auki fjórhjóladrifinn. Viður, leður og pússað stál er allsráðandi í innanrými bílsins og bíllinn því ríkulegur mjög. Hann er mjög vel tæknilega búinn og með allrahanda aksturs- og öryggisbúnaði sem líklega er fenginn frá bílaframleiðendum vestar í álfunni. Framleiðandi Aurus Senat, sem ber nafnið Nami, hefur ekki enn látið uppi verð þessa bíls, en það er örugglega stór haugur af rúblum. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Ekki er langt síðan að Vladímír Pútín forseti Rússlands fékk nýja forsetabílinn, en nú gefst almenningi kostur á að eignast örlítið minni útfærslu hans frá sama framleiðanda. Þessi bíll, Aurus Senat, er nú sýndur á bílasýningu.Ekki skortir afl né munað Það er sko engin aumingjavél undir húddinu á Aurus Senat, eða 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skila 598 hestöflum og tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél var þróuð með hjálp Porsche. Bíllinn er að auki fjórhjóladrifinn. Viður, leður og pússað stál er allsráðandi í innanrými bílsins og bíllinn því ríkulegur mjög. Hann er mjög vel tæknilega búinn og með allrahanda aksturs- og öryggisbúnaði sem líklega er fenginn frá bílaframleiðendum vestar í álfunni. Framleiðandi Aurus Senat, sem ber nafnið Nami, hefur ekki enn látið uppi verð þessa bíls, en það er örugglega stór haugur af rúblum.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira