Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018 Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018
Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira