Tilfinningaþrungnir endurfundir í Norður-Kóreu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2018 22:02 Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Vísir/AP Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira