Sjáðu unga knattspyrnukonu spyrja reynda landsliðskonu spjörunum úr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:30 Hallbera Guðný Gísladóttir. og Ída Marín Hermannsdóttir Mynd/Skjámynd/Landsbankinn Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira