Ólafía Þórunn nánast örugg í gegnum niðurskurðinn Ísak Jasonarson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Ólafía Þórunn keppir á sterkustu mótaröð heims. Fréttablaðið/þorsteinn Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Fyrir daginn var hún á 4 höggum undir pari og mun spilamennska annarra kylfinga seinna í dag leiða í ljós hvort hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig í morgun og lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á þeim kafla var hún ekki að slá nógu vel en bjargaði sér ágætlega í stutta spilinu. Á seinni níu lék hún hins vegar töluvert betur og kláraði þær á höggi undir pari, samtals á einu höggi yfir pari á hringnum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 46. sæti á 3 höggum undir pari í heildina og útlit fyrir að hún komist áfram. Niðurskurðarlínan miðast nú við 2 högg undir pari og því þarf margt að breytast til að hún komist ekki áfram.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Fyrir daginn var hún á 4 höggum undir pari og mun spilamennska annarra kylfinga seinna í dag leiða í ljós hvort hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig í morgun og lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á þeim kafla var hún ekki að slá nógu vel en bjargaði sér ágætlega í stutta spilinu. Á seinni níu lék hún hins vegar töluvert betur og kláraði þær á höggi undir pari, samtals á einu höggi yfir pari á hringnum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 46. sæti á 3 höggum undir pari í heildina og útlit fyrir að hún komist áfram. Niðurskurðarlínan miðast nú við 2 högg undir pari og því þarf margt að breytast til að hún komist ekki áfram.
Golf Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira