Volkswagen sakað um að skemma uppskeru með haglfallbyssum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2018 20:29 Bændurnir eru handvissir um að rekja megi skort á rigningu til notkunar á byssunum. Vísir/Getty Bændur í nágrenni við verksmiðju þýska bílaframleiðandans í Pueblo í Mexíkó hafa sakað forsvarsmenn verksmiðjunnar um að skemma uppskeru þeirra í viðleitni bílaframleiðandans til að koma í veg fyrir að hagl myndist. Haglið getur skemmt þá bíla sem bíða eftir að verða sendir í burtu eftir framleiðslu en eru þeir geymdir utan dyra við verksmiðjuna. Til þess að koma í veg fyrir að haglið myndist notast bílaframleiðandinn við svokallaðar „haglfallbyssur,“ byssur sem skjóta hljóðmerkjum í loftið. Hljóðið er sagt leysa upp haglið og á því að koma því í veg fyrir að það falli á bílana með tilheyrandi skemmdum. Vilja bændurnir í nágreni verksmiðjunnar meina að notkun á haglfallbyssum hafi orðið til þess að ekki hafi rignt í dágóðan tíma, sem hafi skemmt uppskeru þeirra.Í frétt CNN segir að Volkswagen hafi fallist á að minnka notkun á fallbyssunum í viðleitni til þess að ergja ekki bændurna en þýski bílaframleiðandinn telur þó að ekkert bendi til þess að samasemmerki sé á milli lítils regnfalls og notkunar á byssunum. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bændur í nágrenni við verksmiðju þýska bílaframleiðandans í Pueblo í Mexíkó hafa sakað forsvarsmenn verksmiðjunnar um að skemma uppskeru þeirra í viðleitni bílaframleiðandans til að koma í veg fyrir að hagl myndist. Haglið getur skemmt þá bíla sem bíða eftir að verða sendir í burtu eftir framleiðslu en eru þeir geymdir utan dyra við verksmiðjuna. Til þess að koma í veg fyrir að haglið myndist notast bílaframleiðandinn við svokallaðar „haglfallbyssur,“ byssur sem skjóta hljóðmerkjum í loftið. Hljóðið er sagt leysa upp haglið og á því að koma því í veg fyrir að það falli á bílana með tilheyrandi skemmdum. Vilja bændurnir í nágreni verksmiðjunnar meina að notkun á haglfallbyssum hafi orðið til þess að ekki hafi rignt í dágóðan tíma, sem hafi skemmt uppskeru þeirra.Í frétt CNN segir að Volkswagen hafi fallist á að minnka notkun á fallbyssunum í viðleitni til þess að ergja ekki bændurna en þýski bílaframleiðandinn telur þó að ekkert bendi til þess að samasemmerki sé á milli lítils regnfalls og notkunar á byssunum.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira