Gerir mest grín að enskri tungu Benedikt Bóas skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Finnski uppistandarinn Ismo Leikola troðfyllti Tjarnarbíó tvisvar í fyrra og er nú mættur aftur. Vísir/Getty Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira