Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 10:06 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar. MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar.
MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent