Vandamálið miklu stærra en áfengis-og kynlífsfíkn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 22:58 Melanie Brown opnar sig um erfiðleika. vísir/getty Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie. Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie.
Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30