Kórar Íslands fá ný andlit 16. ágúst 2018 06:00 Friðrik Dór Jónsson mun halda áfram um stjórnartaumana í Kórum Íslands eins og hann gerði svo vel á síðasta ári. „Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjalasmiður og margreyndur sjónvarpsdómari. Hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands.Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana.Hann og Helga Margrét Marzelíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut. Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári.Einar Bárðarson Kia gullhringurinn hjólreiðar„Það er spennandi að vera kominn aftur í dómarasætið eftir heilbrigða fjarveru,“ segir Einar. Hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X-factor. „Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við. Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, 19 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00 Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30 Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjalasmiður og margreyndur sjónvarpsdómari. Hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands.Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana.Hann og Helga Margrét Marzelíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut. Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári.Einar Bárðarson Kia gullhringurinn hjólreiðar„Það er spennandi að vera kominn aftur í dómarasætið eftir heilbrigða fjarveru,“ segir Einar. Hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X-factor. „Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við. Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, 19 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00 Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30 Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00
Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30
Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40