Mistök urðu til þess að þjóðhátíðarlag FM95BLÖ var eignað StopWaitGo Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2018 13:58 Auðunn Blöndal og Jóhanna Guðrún munu flytja lagið á þjóðhátíð í ár. Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018 FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018
FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira