Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 15:46 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46