20 létust í flugslysi í Sviss Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 16:19 Flugvél af tegundinni Junkers Ju-52. Vísir/Getty 20 manns fórust í flugslysi í svissnesku ölpunum í gær. Vélin, sem var frá árinu 1939 og af gerðinni Junkers Ju-52, hrapaði í hlíðum fjallsins Piz Segnas og hafnaði í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli. Fórnarlömb slyssins voru ellefu karlar og níu konur. Eftirlifendur slyssins voru engir. Tildrög slyssins eru ekki ljós, en rannsókn á þeim er hafin. Sökum aldurs var vélin ekki búin flugrita og telja rannsakendur að sú staðreynd muni torvelda rannsóknina nokkuð. Vélin var á leið frá Locarno í Suður-Sviss til Duebendorf þegar slysið átti sér stað. Haft er eftir Daniel Knecht, talsmanni svissneska samgönguöryggisráðsins, að útlit sé fyrir að vélin hafi verið lóðrétt í loftinu þegar hún hrapaði. Haft er eftir rannsakendum að þeir telji ekki að vélin hafi lent í árekstri við aðra vél, né heldur þá að vír eða önnur hindrun hafi orðið á vegi vélarinnar, sem hefði getað valdið því að vélin hrapaði til jarðar. Þá segja rannsakendur engin ummerki vera um að átt hafi verið við búnað vélarinnar í þeim tilgangi að granda henni. Félagið sem gerði út vélina gerir einnig út tvær aðrar flugvélar af sömu tegund. Ferðum þeirra véla hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er annað flugslysið í Sviss um helgina, en í gær fórst fjögurra manna fjölskylda í flugslysi nálægt Hergilswilbæ. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi Lítil flugvél brotlenti í skógi í Sviss. Fjögurra manna fjölskylda lést. 4. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
20 manns fórust í flugslysi í svissnesku ölpunum í gær. Vélin, sem var frá árinu 1939 og af gerðinni Junkers Ju-52, hrapaði í hlíðum fjallsins Piz Segnas og hafnaði í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli. Fórnarlömb slyssins voru ellefu karlar og níu konur. Eftirlifendur slyssins voru engir. Tildrög slyssins eru ekki ljós, en rannsókn á þeim er hafin. Sökum aldurs var vélin ekki búin flugrita og telja rannsakendur að sú staðreynd muni torvelda rannsóknina nokkuð. Vélin var á leið frá Locarno í Suður-Sviss til Duebendorf þegar slysið átti sér stað. Haft er eftir Daniel Knecht, talsmanni svissneska samgönguöryggisráðsins, að útlit sé fyrir að vélin hafi verið lóðrétt í loftinu þegar hún hrapaði. Haft er eftir rannsakendum að þeir telji ekki að vélin hafi lent í árekstri við aðra vél, né heldur þá að vír eða önnur hindrun hafi orðið á vegi vélarinnar, sem hefði getað valdið því að vélin hrapaði til jarðar. Þá segja rannsakendur engin ummerki vera um að átt hafi verið við búnað vélarinnar í þeim tilgangi að granda henni. Félagið sem gerði út vélina gerir einnig út tvær aðrar flugvélar af sömu tegund. Ferðum þeirra véla hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er annað flugslysið í Sviss um helgina, en í gær fórst fjögurra manna fjölskylda í flugslysi nálægt Hergilswilbæ.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi Lítil flugvél brotlenti í skógi í Sviss. Fjögurra manna fjölskylda lést. 4. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi Lítil flugvél brotlenti í skógi í Sviss. Fjögurra manna fjölskylda lést. 4. ágúst 2018 19:57