52 ár í dag síðan að fótboltinn „kom síðast heim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 17:15 Bobby Moore og félagar fagna heimsmeistaratitlinum fyrr 52 árum. Vísir/Getty Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira