Stórfótarerótík og hvít þjóðernishyggja hrista upp í kosningaslagnum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 21:12 Ritskoðuð útgáfa af einni teikninganna sem frambjóðandi repúblikana birti af Stórfóti á Instagram-síðu sinni. Skjáskot/Twitter Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira