Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa ekki gleymt sínu fólki og krefjast þess daglega að ákærur verði felldar niður og fangar leystir úr haldi. Þeir gátu þó fagnað ákvörðuninni sem tekin var í gær. Vísir/Afp Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00
Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52