Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2018 08:00 Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18. MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18.
MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira