26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:50 Grísk kona slekkur í glóðum. Vísir/AP Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018 Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018
Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21