Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn