Með efni úr eigin smiðjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 06:00 Valgeir og Vigdís Vala bregða á leik. Þau ætla að syngja saman í Strandarkirkju í Selvogi á sunnudaginn. Ásta „Ég man vel eftir því þegar pabbi samdi þetta lag. Ég var níu ára þá, og var á sólpalli við sumarhús í Grundarfirði, rétt utan við bæinn,“ segir Vigdís Vala Valgeirsdóttir um lagið Í góðu veðri á Grundarfirði sem hún og faðir hennar, Valgeir Guðjónsson, sungu nýlega saman í hljóðveri. Lagið er spilað oft í útvarpi Grundfirðinga þessa viku, á rásinni FM 103,5, því þar stendur yfir árleg bæjarhátíð. Vigdís Vala segir þau feðgin einmitt vera að syngja saman þegar ég hringi í hana en er ekkert fúl yfir að vera trufluð. „Þetta er allt í lagi, við erum bara heima í stofu hér á Bakkanum,“ segir hún og upplýsir að þau séu að æfa fyrir tónleika í Strandarkirkju á sunnudaginn sem hefjist klukkan 14 og nefnist Sunnan yfir sæinn breiða. Þar ætli þau að flytja saman þekkt lög og minna þekkt úr eigin smiðjum. Vigdís Vala er 25 ára og er á doktorsstigi í rannsóknasálfræði við HÍ. Hún kveðst ung hafa byrjað að semja lög og ljóð. „Ég er samt búin að vera í smá pásu frá músíkinni eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, en nú er ég farin að blanda þessu tvennu svolítið saman. Það er mjög gaman,“ segir Vala sem var með sitt eigið band þegar hún var um tvítugt. „Við vorum bara á búllum bæjarins og ætluðum að taka eitthvað upp saman, en þá byrjaði ég í sálfræðinni, gítarleikarinn í verkfræði og trommarinn fór til útlanda svo ekkert varð af því. Síðan hef ég aðallega fókuserað á skólann en aðeins verið að troða upp á börum og aðstoða aðra, til dæmis í bakröddum á nýju Stuðmannaplötunni og í Grundarfjarðarlaginu hans pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Ég man vel eftir því þegar pabbi samdi þetta lag. Ég var níu ára þá, og var á sólpalli við sumarhús í Grundarfirði, rétt utan við bæinn,“ segir Vigdís Vala Valgeirsdóttir um lagið Í góðu veðri á Grundarfirði sem hún og faðir hennar, Valgeir Guðjónsson, sungu nýlega saman í hljóðveri. Lagið er spilað oft í útvarpi Grundfirðinga þessa viku, á rásinni FM 103,5, því þar stendur yfir árleg bæjarhátíð. Vigdís Vala segir þau feðgin einmitt vera að syngja saman þegar ég hringi í hana en er ekkert fúl yfir að vera trufluð. „Þetta er allt í lagi, við erum bara heima í stofu hér á Bakkanum,“ segir hún og upplýsir að þau séu að æfa fyrir tónleika í Strandarkirkju á sunnudaginn sem hefjist klukkan 14 og nefnist Sunnan yfir sæinn breiða. Þar ætli þau að flytja saman þekkt lög og minna þekkt úr eigin smiðjum. Vigdís Vala er 25 ára og er á doktorsstigi í rannsóknasálfræði við HÍ. Hún kveðst ung hafa byrjað að semja lög og ljóð. „Ég er samt búin að vera í smá pásu frá músíkinni eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, en nú er ég farin að blanda þessu tvennu svolítið saman. Það er mjög gaman,“ segir Vala sem var með sitt eigið band þegar hún var um tvítugt. „Við vorum bara á búllum bæjarins og ætluðum að taka eitthvað upp saman, en þá byrjaði ég í sálfræðinni, gítarleikarinn í verkfræði og trommarinn fór til útlanda svo ekkert varð af því. Síðan hef ég aðallega fókuserað á skólann en aðeins verið að troða upp á börum og aðstoða aðra, til dæmis í bakröddum á nýju Stuðmannaplötunni og í Grundarfjarðarlaginu hans pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira