Afhentu Bandaríkjamönnum líkamsleifar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 06:21 Flogið var með líkamsleifarnar á bandarískan herflugvöll í Suður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Líkamsleifunum var flogið til Suður-Kóreu þar sem fulltrúar Bandaríkjahers veittu þeim viðtöku. Fjöldi hermanna stóð heiðursvörð þegar leifarnar voru fluttar úr vélinni og inn í sendiferðabíla. Vonast er til að aðstandendur hinna látnu, sem beðið hafa í áratugi, fái nú loksins lík þeirra í hendurnar þannig að veita megi hinum föllnu tilhlýðilegar útfarir. Bandarískir hermenn heilsuðu sendiferðabílunum, sem fluttu líkamsleifarnar, að hermannasið.Vísir/AFPAfhendingin í nótt var táknræn fyrir þíðuna sem komin er í samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Kveðið var á um afhendinguna í samkomulaginu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu í Singapúr í júní. Afhendingin gefur því góð fyrirheit um að samkomulaginu verði fylgt eftir, en það hefur verið gagnrýnt fyrir loðið orðalag og enga nákvæma útlistun. Í samkomulaginu var meðal annars kveðið á um „fullkomna kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans,“ án þess að nefna hvenær það skuli gert eða hvernig. Athöfnin í nótt sýndi þó fram á að Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að fylgja Singapúr-samkomulaginu eftir - alla vega einhverjum hluta þess. Talið er að líkamsleifar 55 hermanna hafi verið afhentar í nótt. Þær eiga eftir að undirgangast lífsýnarannsóknir og því ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvort raunverulega sé um lík bandarískra hermanna að ræða. Ætla má að rannsóknirnar taki nokkur ár. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Líkamsleifunum var flogið til Suður-Kóreu þar sem fulltrúar Bandaríkjahers veittu þeim viðtöku. Fjöldi hermanna stóð heiðursvörð þegar leifarnar voru fluttar úr vélinni og inn í sendiferðabíla. Vonast er til að aðstandendur hinna látnu, sem beðið hafa í áratugi, fái nú loksins lík þeirra í hendurnar þannig að veita megi hinum föllnu tilhlýðilegar útfarir. Bandarískir hermenn heilsuðu sendiferðabílunum, sem fluttu líkamsleifarnar, að hermannasið.Vísir/AFPAfhendingin í nótt var táknræn fyrir þíðuna sem komin er í samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Kveðið var á um afhendinguna í samkomulaginu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu í Singapúr í júní. Afhendingin gefur því góð fyrirheit um að samkomulaginu verði fylgt eftir, en það hefur verið gagnrýnt fyrir loðið orðalag og enga nákvæma útlistun. Í samkomulaginu var meðal annars kveðið á um „fullkomna kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans,“ án þess að nefna hvenær það skuli gert eða hvernig. Athöfnin í nótt sýndi þó fram á að Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að fylgja Singapúr-samkomulaginu eftir - alla vega einhverjum hluta þess. Talið er að líkamsleifar 55 hermanna hafi verið afhentar í nótt. Þær eiga eftir að undirgangast lífsýnarannsóknir og því ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvort raunverulega sé um lík bandarískra hermanna að ræða. Ætla má að rannsóknirnar taki nokkur ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45