Háværum stegg sagt til syndanna í Druslugöngunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 19:57 Druslur létu ekki smá rigningu á sig fá. Vísir/einar „Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan. Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan.
Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18
Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15
Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21