Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn