Vildi vera betri fyrirmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 06:00 Margrét Ýr og dæturnar Katla María og Salka Ýr Ómarsdætur eiga allar heiðurinn af Veröld Míu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein