Dejan Lovren í einstökum HM-klúbbi með Thierry Henry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 22:45 Dejan Lovren gengur fyrir sínu liði í leikmannagöngunum í gær. Vísir/Getty Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira