Komust áfram með hjálp glæpamanna en gefa nú þjóð sinni færi á nýju upphafi Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 13:30 Króatíska liðið stóð sig frábærlega og getur nú breytt landslaginu heima fyrir. vísir/getty Króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga er einn af þeim betri þegar kemur að fótboltaskrifum í Evrópu en greinar hans birtast reglulega á vefsíðum stærstu miðla álfunnar. Hann gerði króatíska landsliðið eðlilega að umfjöllunarefni í nýjasta pistli sínum á vef The Guardian eftir tapið í úrslitaleik HM 2018 í gær. Hann vill að króatíska þjóðin læri meira af árangri liðsins núna heldur en 1998 og passi upp á framtíð króatíska boltans. Hann segir að Króötum hafi algjörlega mistekist að nýta sér meðbyrinn með bronsinu á HM 1998 í Frakklandi þar sem að liðið tapaði fyrir heimsmeisturum Frakka í undanúrslitum. Það vantar mun sterkari grasrót í króatíska boltanum; byggja þarf velli, auka menntunarstig þjálfara og fjölga þeim.Takk, hetjur, var fyrirsögnin á blaðinu Jutarnji sem er eitt það stærsta í Króatíu.vísir/gettyMikil spilling Þrátt fyrir að það búi aðeins fjórar milljónir í Króatíu hefur landið náð ævintýralegum árangri í fjölmörgum íþróttum en Holiga segir að það verði að passa upp á að næsti Modric og næsti Lovren þurfi ekki að selja glæpamönnum sál sína til að komast áfram í lífinu. Hann minnist þar á hinn spillta Zdravko Mamic, fyrrverandi forseta Dinamo Zagreb, sem er sagður stýra öllu með harðri hendi á bak við tjöldin í króatíska boltanum. Luka Modric stendur í mikilli og óþægilegri þakkarskuld við Mamic og laug því fyrir hann undir eiði í réttarsal á síðasta ári. Modric er næst hataðasti maðurinn í króatískum fótbolta í dag á eftir Mamic sem er ótrúlegt þar sem hann er einn besti fótboltamaður heims og átti stóran þátt í því að koma Króatíu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta. Króatar eru búnir að fá nóg af þessari spillingu.Luka Modric er líklega hataðasta HM-hetja sögunnar.vísir/gettyBurt með óttann „Það var ekki bara þjóðin sem lærði ekkert af árangrinum 1998 heldur fótboltinn líka. Við þurfum meira en bara flottan fimm stjörnu völl þar sem að leiðtogar landsins geta tekið í höndina á kollegum sínum frá öðum löndum. Við þurfum að fjárfesta í innviðum fótboltans,“ skrifar Holiga. „Við þurfum að passa að Modricar og Lovrenar morgundagsins geti komist af án þess að selja mönnum eins og Zdravko Mamic sál sína. Við þurfum að búa til umhverfi þar sem að leikmenn, þjálfarar, blaðamenn og í raun hver sem er þurfi ekki að vera hræddur ef hann kýs að tala upphátt um eitthvað sem er að í fótboltanum í Króatíu.“ Holiga segir að allir leikmenn liðsins eigi áhugaverða en erfiða sögu að baki. Allir leikmenn króatíska liðsins voru flóttamenn eða er fórnarlömb stríðsátaka. Sumir voru neyddir til að spila lengur en þeir vildu í Króatíu en aðrir neyddust til að fara til að bjarga ferlum sínum.Króatíska þjóðin er stolt af sínum mönnum.vísir/gettyÞakklæti „Sumir leikmenn neyddust til að verða spilltir í gegnum tengsl sín við glæpamenn. Þá byrði þurfa þeir að bera þrátt fyrir árangur liðsins. Sumir leikmennirnir hafa verið úthrópaðir fyrir að stíga ekki fram og rjúfa þögnina og það réttilega,“ segir Holiga. „Þrátt fyrir allt þetta náðu þessir leikmenn að komast í úrslitaleik HM á sínum eigin verðleikum. Þeir náðu þeim árangri þrátt fyrir allt sem hefur verið í gangi í kringum þá síðan að ferlar þeirra hófust. Þeir náðu ekki árangri út af öllu sem gerðist.“ „Króatíska liðið kenndi þjóð sinni hvað þú færð upp úr því að leggja mikið á þig og standa saman. Með því að lenda í öðru sæti gaf liðið króatísku þjóðinni annað tækifæri. Ekki bara annað í fótboltanum heldur er þetta annað tækifæri fyrir Króatíu til að stefna hátt. Fyrir það eigum við öll að vera þakklát,“ skrifar Aleksandar Holiga.Alla greinina má lesa hér á ensku. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ósammála um hvort úrslitaleikurinn hafi verið sá besti í sögunni Hjörvar Hafliðason er ekki á því að leikur Frakklands og Króatíu hafi verið sá besti í sögunni. 16. júlí 2018 12:00 Pelé hótar því að byrja aftur ef Mbappé heldur áfram að bæta metin hans Frakkinn varð annar táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM í gær. 16. júlí 2018 14:30 Sumarmessan: Þetta eru 10 flottustu mörk HM HM í Rússlandi kláraðist í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum. Sumarmessan gerði upp mótið á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fór meðal annars yfir bestu mörk mótsins. 16. júlí 2018 07:00 Kjóstu besta mark HM í Rússlandi HM í Rússlandi lauk í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir 4-2 sigur á Króötum í úrslitaleiknum. Mörg glæsimörk voru skoruð á mótinu og hefur FIFA sett af stað kosningu um besta mark mótsins. 16. júlí 2018 10:30 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga er einn af þeim betri þegar kemur að fótboltaskrifum í Evrópu en greinar hans birtast reglulega á vefsíðum stærstu miðla álfunnar. Hann gerði króatíska landsliðið eðlilega að umfjöllunarefni í nýjasta pistli sínum á vef The Guardian eftir tapið í úrslitaleik HM 2018 í gær. Hann vill að króatíska þjóðin læri meira af árangri liðsins núna heldur en 1998 og passi upp á framtíð króatíska boltans. Hann segir að Króötum hafi algjörlega mistekist að nýta sér meðbyrinn með bronsinu á HM 1998 í Frakklandi þar sem að liðið tapaði fyrir heimsmeisturum Frakka í undanúrslitum. Það vantar mun sterkari grasrót í króatíska boltanum; byggja þarf velli, auka menntunarstig þjálfara og fjölga þeim.Takk, hetjur, var fyrirsögnin á blaðinu Jutarnji sem er eitt það stærsta í Króatíu.vísir/gettyMikil spilling Þrátt fyrir að það búi aðeins fjórar milljónir í Króatíu hefur landið náð ævintýralegum árangri í fjölmörgum íþróttum en Holiga segir að það verði að passa upp á að næsti Modric og næsti Lovren þurfi ekki að selja glæpamönnum sál sína til að komast áfram í lífinu. Hann minnist þar á hinn spillta Zdravko Mamic, fyrrverandi forseta Dinamo Zagreb, sem er sagður stýra öllu með harðri hendi á bak við tjöldin í króatíska boltanum. Luka Modric stendur í mikilli og óþægilegri þakkarskuld við Mamic og laug því fyrir hann undir eiði í réttarsal á síðasta ári. Modric er næst hataðasti maðurinn í króatískum fótbolta í dag á eftir Mamic sem er ótrúlegt þar sem hann er einn besti fótboltamaður heims og átti stóran þátt í því að koma Króatíu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta. Króatar eru búnir að fá nóg af þessari spillingu.Luka Modric er líklega hataðasta HM-hetja sögunnar.vísir/gettyBurt með óttann „Það var ekki bara þjóðin sem lærði ekkert af árangrinum 1998 heldur fótboltinn líka. Við þurfum meira en bara flottan fimm stjörnu völl þar sem að leiðtogar landsins geta tekið í höndina á kollegum sínum frá öðum löndum. Við þurfum að fjárfesta í innviðum fótboltans,“ skrifar Holiga. „Við þurfum að passa að Modricar og Lovrenar morgundagsins geti komist af án þess að selja mönnum eins og Zdravko Mamic sál sína. Við þurfum að búa til umhverfi þar sem að leikmenn, þjálfarar, blaðamenn og í raun hver sem er þurfi ekki að vera hræddur ef hann kýs að tala upphátt um eitthvað sem er að í fótboltanum í Króatíu.“ Holiga segir að allir leikmenn liðsins eigi áhugaverða en erfiða sögu að baki. Allir leikmenn króatíska liðsins voru flóttamenn eða er fórnarlömb stríðsátaka. Sumir voru neyddir til að spila lengur en þeir vildu í Króatíu en aðrir neyddust til að fara til að bjarga ferlum sínum.Króatíska þjóðin er stolt af sínum mönnum.vísir/gettyÞakklæti „Sumir leikmenn neyddust til að verða spilltir í gegnum tengsl sín við glæpamenn. Þá byrði þurfa þeir að bera þrátt fyrir árangur liðsins. Sumir leikmennirnir hafa verið úthrópaðir fyrir að stíga ekki fram og rjúfa þögnina og það réttilega,“ segir Holiga. „Þrátt fyrir allt þetta náðu þessir leikmenn að komast í úrslitaleik HM á sínum eigin verðleikum. Þeir náðu þeim árangri þrátt fyrir allt sem hefur verið í gangi í kringum þá síðan að ferlar þeirra hófust. Þeir náðu ekki árangri út af öllu sem gerðist.“ „Króatíska liðið kenndi þjóð sinni hvað þú færð upp úr því að leggja mikið á þig og standa saman. Með því að lenda í öðru sæti gaf liðið króatísku þjóðinni annað tækifæri. Ekki bara annað í fótboltanum heldur er þetta annað tækifæri fyrir Króatíu til að stefna hátt. Fyrir það eigum við öll að vera þakklát,“ skrifar Aleksandar Holiga.Alla greinina má lesa hér á ensku.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ósammála um hvort úrslitaleikurinn hafi verið sá besti í sögunni Hjörvar Hafliðason er ekki á því að leikur Frakklands og Króatíu hafi verið sá besti í sögunni. 16. júlí 2018 12:00 Pelé hótar því að byrja aftur ef Mbappé heldur áfram að bæta metin hans Frakkinn varð annar táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM í gær. 16. júlí 2018 14:30 Sumarmessan: Þetta eru 10 flottustu mörk HM HM í Rússlandi kláraðist í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum. Sumarmessan gerði upp mótið á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fór meðal annars yfir bestu mörk mótsins. 16. júlí 2018 07:00 Kjóstu besta mark HM í Rússlandi HM í Rússlandi lauk í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir 4-2 sigur á Króötum í úrslitaleiknum. Mörg glæsimörk voru skoruð á mótinu og hefur FIFA sett af stað kosningu um besta mark mótsins. 16. júlí 2018 10:30 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Ósammála um hvort úrslitaleikurinn hafi verið sá besti í sögunni Hjörvar Hafliðason er ekki á því að leikur Frakklands og Króatíu hafi verið sá besti í sögunni. 16. júlí 2018 12:00
Pelé hótar því að byrja aftur ef Mbappé heldur áfram að bæta metin hans Frakkinn varð annar táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM í gær. 16. júlí 2018 14:30
Sumarmessan: Þetta eru 10 flottustu mörk HM HM í Rússlandi kláraðist í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum. Sumarmessan gerði upp mótið á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fór meðal annars yfir bestu mörk mótsins. 16. júlí 2018 07:00
Kjóstu besta mark HM í Rússlandi HM í Rússlandi lauk í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir 4-2 sigur á Króötum í úrslitaleiknum. Mörg glæsimörk voru skoruð á mótinu og hefur FIFA sett af stað kosningu um besta mark mótsins. 16. júlí 2018 10:30
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn