Þverá og Kjarrá aflahæstar það sem af er sumri Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2018 15:31 Nú er aðaltíminn í gangi í laxveiðiánum og það er farið að bera á því í veiðitölum vikunnar. Nýjar veiðitölur fyrir liðna viku voru birtar á vefnum www.angling.is og samkvæmt þeim er heildarveiðin mest það sem af er sumri í Þverá og Kjarrá en þar hafa veiðst 1.525 laxar. Mesta veiðin á stöng er í Urriðafossi en heildarveiðin þar er 842 laxar á fjórar stangir. Veiðitölurnar á vesturlandi taka mikinn kipp og er greinilegt að smálaxagöngurnar eru sterkar í ár og kemur eins árs laxinn vel haldinn úr sjó. Vikuveiðin var afskaplega góð í nokkrum ám og sem dæmi var vikuveiðin í Þverá og Kjarrá 339 laxar, í Norðurá 291 lax, í Miðfjarðará 244 laxar, Ytri Rangá 347 laxar, Haffjarðará 235 laxar og í Langá á Mýrum 262 laxar. Árnar á vesturlandi eru komnar í sannkallað gullvatn og það er ennþá mjög góður kraftur í göngunum svo það stefnir í að þetta sumar verði vel yfir meðallagi. Það ber mun minna á smálaxi á norðurlandi og er það farið að valda nokkrum áhyggjum að láti þær ekki sjá sig verði þetta sumar langt undir væntingum í þeim landshluta en það skyldi engin örvænta ennþá því það hefur alveg gerst áður að þær hafi verið seinna á ferð en venjulega en það er þó harla ólíklegt að það verði í því magni sem þarf til að hífa árnar á norðurlandi upp á topp 10 listann yfir aflahæstu árnar. Miðfjarðará stendur að vísu upp úr þar sem fyrr og greinilegt að áin fylgir einhverjum öðrum lögmálum en hinar. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Þverá og Kjarrá 1.525 laxar 2. Norðurá 1.125 laxar 3. Urriðafoss 842 laxar 4. Miðfjarðará 759 laxar 5. Ytri Rangá 748 laxar Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði
Nú er aðaltíminn í gangi í laxveiðiánum og það er farið að bera á því í veiðitölum vikunnar. Nýjar veiðitölur fyrir liðna viku voru birtar á vefnum www.angling.is og samkvæmt þeim er heildarveiðin mest það sem af er sumri í Þverá og Kjarrá en þar hafa veiðst 1.525 laxar. Mesta veiðin á stöng er í Urriðafossi en heildarveiðin þar er 842 laxar á fjórar stangir. Veiðitölurnar á vesturlandi taka mikinn kipp og er greinilegt að smálaxagöngurnar eru sterkar í ár og kemur eins árs laxinn vel haldinn úr sjó. Vikuveiðin var afskaplega góð í nokkrum ám og sem dæmi var vikuveiðin í Þverá og Kjarrá 339 laxar, í Norðurá 291 lax, í Miðfjarðará 244 laxar, Ytri Rangá 347 laxar, Haffjarðará 235 laxar og í Langá á Mýrum 262 laxar. Árnar á vesturlandi eru komnar í sannkallað gullvatn og það er ennþá mjög góður kraftur í göngunum svo það stefnir í að þetta sumar verði vel yfir meðallagi. Það ber mun minna á smálaxi á norðurlandi og er það farið að valda nokkrum áhyggjum að láti þær ekki sjá sig verði þetta sumar langt undir væntingum í þeim landshluta en það skyldi engin örvænta ennþá því það hefur alveg gerst áður að þær hafi verið seinna á ferð en venjulega en það er þó harla ólíklegt að það verði í því magni sem þarf til að hífa árnar á norðurlandi upp á topp 10 listann yfir aflahæstu árnar. Miðfjarðará stendur að vísu upp úr þar sem fyrr og greinilegt að áin fylgir einhverjum öðrum lögmálum en hinar. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Þverá og Kjarrá 1.525 laxar 2. Norðurá 1.125 laxar 3. Urriðafoss 842 laxar 4. Miðfjarðará 759 laxar 5. Ytri Rangá 748 laxar
Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði